[Folda] Bandý/Floorball
Jesús Kristur Jósefsson
jesusjosefs at gmail.com
Wed Nov 2 09:48:47 GMT 2011
Kæru Foldumeðlimir
Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum
lýðnum. Jesús Kristur Jósefsson í samvinnu við Foldu boðar til einvígis
aldarinnar.
Á morgun munu stálin stinn mætast. Minn gamli vin og samtíðarmaður fyrrum,
Íslandsmeistarinn í bandý mun mæta valkyrjunni og núverandi
Svalbarðameistara í bandýi, engum öðrum en formanninum okkar Minneyju
Sigurðardóttir.
Ásgeir þekkja allir og þarf ekkert að kynna afrek hans á bandývellinum.
Minney er hinsvegar nýkomin til okkar af vígvellinum á Svalbarða þar sem
hún var lykilmaður í að tryggja liði sínu Longyearbyen Björnerne sigur í
Svalbarðadeildinni milli þess sem hún barðist við grimma ísbirni. Minney
hefur farið mikinn á facebook-síðu sinni í yfirlýsingum um hvernig hún ætli
"sko að sýna þessum Íslandsmeisturum hvernig á að spila alvöru bandý" og
"kenna þessum ræflum að drepa ísbirni ... með hníf". Ásgeir svaraði um hæl
"komdu með það gamla" og í kjölfarið nálguðust þau mig um að halda utan um
einvígið.
Einnig vil ég benda áhugasömum á að þetta verður síðasta tækifærið til að
hitta kappann áður en ég legg í heimsreisu mína sem ber yfirskriftina
"Jesús Kristur endurfæddur 2011". Látið ykkur þetta tækifæri ekki úr
greipum ganga. Tékkið á Partý-Sússa áður en það verður of seint.
Staður: Íþróttahús Háskóla Íslands
Tími: 13:00 Fimmtudagur
Andi: Heilagur
bestu kveðjur
Jesús Kristur Jósefsson
Dear members of Folda
Do not be afraid. I bring you good news that will cause great joy for all
the people. Jesus Christ and Folda presents the duel of the year, tomorrow.
On one side the icelandic champion of Floorball and my contemporary meets
the valkyrie, polar bear slayer and present Svalbard champion of Floorball,
Minney Sigurðardóttir.
You all know Ásgeir and his adventures both off and on field.
Minney on the other side has just arrived from the Svalbard danger zone
where she played a key role in ensuring her team the Svalbard Björnerne the
floorball championship of Svalbard as well as fighting vicious Polar Bears.
Minney has made some cocky statements on her facebook page recently about
how she is going to "show these Icelandic champions how floorball should be
played" and "teach these punks to kill polar bears ... with a knife".
Ásgeir replied to this: "bring it on punk" and both of them sought my help
to host this event.
I would also like to point out that this will be the last chance to meet me
before I embark on my world tour "Jesus Christ reborn 2011". Don't miss
this chance to meet me before it is to late.
Location: University sport center
Date: 13'o clock, Thursday
Spirit: Holy
best regards
Jesus Christ
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/folda/attachments/20111102/915908aa/attachment.html
More information about the Folda
mailing list