[Folda] Fulbright styrkur - Fulbright scholarship

Snæbjörn Guðmundsson sng2 at hi.is
Wed Mar 9 11:03:28 GMT 2011


Sæl, öll sömul - English summary below

Hér fyrir neðan er tilkynning frá Fulbright stofnuninni um veglegan
doktorsstyrk, sem nemendur við Jarðvísindadeild hafa möguleika á að
sækja um. Styrkurinn nefnist "International Fulbright Science and
Technology Award for Outstanding Foreign Students” og
umsóknarfresturinn fyrir hann er föstudaginn 29. apríl 2011 kl. 16.00.
Frekari upplýsingar má finna á vef Fullbright stofnunarinnar:
www.fulbright.is

---

Fyrir hverja er styrkurinn?

Hann er ætlaður framúrskarandi námsmönnum í vísinda-, tækni- og
verkfræðigreinum til náms til doktorsprófs en nemendur hefja þá námið
skólaárið 2012-2013, skilyrði er að umsækjandi hafi lokið Bachelor
námi 1. ágúst 2012 eða fyrr.

Hvað er styrkurinn mikill?

Styrkþegar munu hljóta skólavist við virtan bandarískan háskóla en
reynt er að finna deild sem hentar rannsóknarhagsmunum nemanda sem
best, skólagjöld verða greidd að fullu og styrkþegar munu fá greidda
framfærslu, heilbrigðistryggingar, námsgagna- og tækjastyrk,
ferðastyrk, ráðstefnustyrk og rannsóknarstyrk ofl.

Styrkurinn er opinn til umsókna í eftirtöldum 18 greinum

1.   aeronautics and aeronautics and astronomics/aeronautical engineering
2.   agriculture (theoretical or research-based focus only)
3.   astronomy/planetary sciences
4.   biology
5.   biomedical engineering
6.   chemistry
7.   computer sciences/engineering
8.   energy
9.   engineering (electrical, chemical, civil, mechanical, ocean, and petroleum)
10. environmental science/engineering
11. geology/earth and atmospheric sciences
12. information sciences and systems (engineering focus only)
13. materials science/engineering
14. mathematics
15. neurosciences
16. oceanography
17. public health, biostatistics or epidemiology (theoretical research
focus only)
18. physics
Please note that this award is for applicants wishing to pursue
theoretical and research-based study in STEM areas. Policy or social
science research such as, environmental or health management, energy
policy, research pertaining to analysis of health systems, etc., will
not be considered.

Hvernig er valið?

Stjórn Fulbright stofnunarinnar á Íslandi mun tilnefna allt að þrjá
umsækjendur til að hljóta styrkinn vegna náms sem á að hefjast
skólaárið 2012 - 2013. Endanleg ákvörðun um styrkveitingu verður tekin
af stjórn Fulbright í Bandaríkjunum, og verða tilkynningar þar um
sendar síðar í haust, að líkindum í október eða nóvember. Gera má ráð
fyrir verulegri samkeppni um styrkina, en í boði eru styrkir til um 40
framúrskarandi námsmanna á heimsvísu.  Fulbright stofnunin á Íslandi
tilnefnir þrjá
umsækjendur eins og áður sagði en dómnefnd í Bandaríkjunum velur síðan
allt að 40 námsmenn úr hópi umsækjenda hvaðanæva að úr heiminum til að
hljóta
styrkinn. Þeir sem hljóta styrkinn munu hljóta skólavist í einhverjum
af virtustu háskólum Bandaríkjanna. Styrkurinn greiðir jafnframt náms-
og uppihaldskostnað styrkþega, allar slysa- og sjúkratryggingar,
ferðakostnað, tækjakaup og fleira,  í allt að þrjú ár, en eftir það er
gert ráð fyrir að skólarnir styrki nemendur á sama hátt til að ljúka
gráðunni.

Með kærri kveðju,
Folda




-- English summary --

Fulbright is advertising PhD scholarships, which students at the
Faculty of Earth Scienes can apply for. The scholarship is called
"International Fulbright Science and Technology Award for Outstanding
Foreign Students”, and the application deadline is Friday the 29th of
April 2011 for students starting their PhD in the fall of 2012. More
information on the scholarship and applying for it can be found on
www.fulbright.is and scienceandtech.fulbrightonline.org.

With best regards,
Folda


More information about the Folda mailing list