[Folda] Haustþing Veðurfræðifélagsins
Veðurfræðifélagið .
vedurfraedifelagid at gmail.com
Thu Oct 7 09:59:52 GMT 2010
Góðan dag
Veðurfræðifélagið minnir á haustþingið sem haldið verður 20. október
næstkomandi.
Enn er hægt að koma að erindum.
Þema þingsins er "veður og eldgos" en erindi um öll viðfangsefni sem
tengjast veðri og veðurfari eru alltaf velkomin. Meiri upplýsingar eru í
fyrri auglýsingu sem er að finna hér fyrir neðan.
Kveðja,
stjórnin
-----
Góðan dag
Veðurfræðifélagið heldur haustþing sitt miðvikudaginn 20. október
næstkomandi. Þing verður sett kl. 13 í Víðgelmi í Orkugarði að Grensásvegi 9
og því slitið kl. 16. Veðurfræðifélagið og þing þess eru opin öllum sem
áhuga hafa á veðri og veðurfari.
Hér með er auglýst eftir óskum um erindi á þinginu. Sem fyrr eru erindi um
öll viðfangsefni sem tengjast veðri og veðurfari velkomin en að þessu sinni
er þó sérstaklega óskað eftir erindum sem tengjast þemanu: „veður og
eldgos“. Erindin eru að jafnaði 12 mínútur auk 2-3 mínútna til spurninga og
umræðu. Senda þarf titil og stuttan útdrátt á vedurfraedifelagid at gmail.com.
Frekari upplýsingar eru á vefsíðu félagsins: "vedur.org".
Bestu kveðjur,
Stjórn Veðurfræðifélagsins, Guðrún Nína, Teddi og Hálfdán
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/folda/attachments/20101007/fdc7719b/attachment.html
More information about the Folda
mailing list