[Folda] Sumarþing Veðurfræðifélagsins
Veðurfræðifélagið .
vedurfraedifelagid at gmail.com
Mon May 17 08:26:28 GMT 2010
Góðan dag
Veðurfræðifélagið heldur sumarþing sitt þriðjudaginn 15. júní. Þing verður
sett kl. 13 í Víðgelmi í Orkugarði að Grensásvegi 9 og því slitið kl. 16.
Veðurfræðifélagið og þing þess eru opin öllum sem áhuga hafa á veðri og
veðurfari.
Hér með er auglýst eftir óskum um erindi á þinginu. Sem fyrr eru erindi um
öll viðfangsefni sem tengjast veðri og veðurfari velkomin en að þessu sinni
er þó sérstaklega óskað eftir erindum sem tengjast þemanu: "veður og
veðurspár". Erindin verða að jafnaði 12 mínútur auk 2-3 mínútna til
spurninga og umræðu. Senda þarf titil og stuttan útdrátt á ved
urfraedifelagid at gmail.com.
Frekari upplýsingar eru á vefsíðu félagsins: "vedur.org".
Bestu kveðjur,
Stjórn Veðurfræðifélagsins, Guðrún Nína, Teddi og Hálfdán
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/folda/attachments/20100517/3609ab04/attachment.html
More information about the Folda
mailing list