[Folda] Rannsóknaþing Norðursins (NRF) auglýsir ferðastyrk á sjötta rannsóknaþing NRF.
Gísli Örn Bragason
gbragason at gmail.com
Thu Mar 11 11:33:43 GMT 2010
*Rannsóknaþing Norðursins (NRF) auglýsir ferðastyrk á sjötta rannsóknaþing
NRF.*
Rannsóknaþing Norðursins auglýsir eftir umsóknum frá ungum vísindamönnum og
rannsakendum til þátttöku á sjötta rannsóknaþingi NRF sem eru að ljúka, eða
hafa lokið, meistaranámi og hyggja á doktorsnám. Einnig er óskað eftir
nýdoktorum og doktorsnemum. Óskað er eftir útdráttum af umfjöllunarefnum sem
tengjast þemu þingsins og verða innsendir útdrættir metnir af matsnefnd
Rannsóknaþings Norðursins. Þeir sem verðra samþykktir fá fullan ferðastyrk á
rannsóknaþingið í Osló og Kirknines í Noregi til að kynna sitt
umfjöllunarefni.
Markmið með Rannsóknaþingi norðursins, sem er haldið í aðildarríkjum
Norðurskautsráðsins (e. Arctic Council) annað hvert ár, er að skapa umræður
og auka samráð milli vísindamanna og hagsmunaaðila á norðurslóðum.
Markmiðið er að fjalla um mikilsverð málefni, viðfangsefni og tækifæri sem
snúa að íbúum norðurslóða, bæði með tilliti til félags- og
umhverfisbreytinga en einnig hnattvæðingu efnahagslífsins. Til þess að
skapa þessa umræðu á þingunum, þá bjóðum við ýmsum aðilum til þess að koma
og halda erindi, vísindamenn, háskólakennarar og nemendur, stjórnmálamenn,
stjórnendur fyrirtækja, embættismenn, sveitarstjórnarmenn og þeir sem
stjórna auðlindum eða nýta þær.
Ungir vísindamenn eru stór partur af ráðstefnunni hjá okkur og bjóðum við um
20 „ungum“ vísindamönnum á ráðstefnuna og biðjum þá að halda erindi auk
annarra hlutverka. Við óskum hér með eftir umsóknum frá íslenskum ungum
vísindamönnum.
Nánari upplýsingar eru á vefsíðunni okkar, www.nrf.is
Nánar um ungu vísindamenn NRF http://www.nrf.is/index.php/young-researchers
Umsóknareyðublað
http://www.nrf.is/index.php/young-researchers/call-for-participation-and-for-applications-from-young-researchers
Umfjöllunarefni ráðstefnunnar eru:
· The interfaces between nature, society, culture and livelihoods on
Ice: Global implications
· Humanity, Communities, Minds, Perceptions and Knowledge on Ice
· International law, "Soft Laws" and Governance on Ice: Economic,
Cultural and Political Implications
· Geopolitics and International Security on Ice
· Can We Imagine a World Without Ice? Economic, Political, Social
and Political Consequences.
Merktur umsóknafrestur er til 15. Mars, en viðbótarfrestur verður gefin
eftir 15. Mars.
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/folda/attachments/20100311/b25c3aed/attachment.html
More information about the Folda
mailing list