[Folda] Rannsóknaþingi norðursins

Gísli Örn Bragason gbragason at gmail.com
Thu Mar 4 14:10:17 GMT 2010


Sælir framhaldsnemar

Sigmar heiti ég og vinn hjá skrifstofu Rannsóknaþings Norðursins eða
Northern Research Forum (NRF) eins og það útleggst á ensku.

Markmið með Rannsóknaþingi norðursins, sem er haldið í aðildarríkjum
Norðurskautsráðsins (e. Arctic Council) annað hvert  ár, er að skapa umræður
og auka samráð milli vísindamanna og hagsmunaaðila á norðurslóðum.
Markmiðið er að fjalla um mikilsverð málefni, viðfangsefni og tækifæri sem
snúa að íbúum norðurslóða, bæði með tilliti til félags- og
umhverfisbreytinga en einnig hnattvæðingu efnahagslífsins. Til þess að skapa
þessa umræðu á þingunum, þá bjóðum við ýmsum aðilum til þess að koma og
halda erindi, vísindamenn, háskólakennarar og nemendur,  stjórnmálamenn,
stjórnendur fyrirtækja, embættismenn, sveitarstjórnarmenn og þeir sem
stjórna auðlindum eða nýta þær.

Ungir vísindamenn eru stór partur af ráðstefnunni hjá okkur og bjóðum við um
20 „ungum“ vísindamönnum á ráðstefnuna og biðjum þá að halda erindi auk
annarra hlutverka.

Á ráðstefnunni sem við höldum í ár, í Október, sem verður í Oslo og Kirkines
í norður Noregi, er meginþemað „okkar ísháða veröld“ eða „Our Ice Dependent
World“ . Okkur þótti því tilvalið að benda ykkur á að sækja um ferðastyrk á
ráðstefnuna í haust sem ungir vísindamenn.

Hægt er að skoðað þetta betur á vefsíðunni okkar, www.nrf.is og athugað
hvort þetta sé eitthvað sem ykkur langar til að sækja um. Nánar um ungu
vísindamennina sérðu hér http://www.nrf.is/index.php/young-researchers og
svo getið þið sótt um styrkinn hér
http://www.nrf.is/index.php/young-researchers/call-for-participation-and-for-applications-from-young-researchers

Það sem  biðjum  um er að skrifa útdrátt af umfjöllunar efni sem henta megin
þema ráðstefnunnar sem og viðeigandi undirþema. Þemum, sem eru á ensku eru:

·         The interfaces between nature, society, culture and livelihoods on
Ice: Global implications
·         Humanity, Communities, Minds, Perceptions and Knowledge on Ice
·         International law, "Soft Laws" and Governance on Ice: Economic,
Cultural and Political Implications
·         Geopolitics and International Security on Ice
·         Can We Imagine a World Without Ice? Economic, Political, Social
and Political Consequences.


Við hvetjum ykkur til að skoða þetta og til að hafa samband ef einhverjar
spurningar vakna.

Kveðja

Sigmar


Regards,

Sigmar Arnarsson
Assistant
Northern Research Forum
University of Akureyri
Borgir, Nordurslod, IS-600 Akureyri, Iceland
Tel: +354 869-6201 · Fax:+354 460 8919
E-mail: sigmar at unak.is
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/folda/attachments/20100304/9d95b62c/attachment.html 


More information about the Folda mailing list