[Folda] Frá Veðurfræðifélaginu
Veðurfræðifélagið .
vedurfraedifelagid at gmail.com
Fri Feb 19 15:51:21 GMT 2010
Kæru félagar Veðurfræðifélagsins.
Stjórn Veðurfræðifélagsins vill þakka fyrir gott þorraþing með fjölbreyttum
og áhugaverðum erindum. Þemun síðustu þinga hefur fallið í góðan jarðveg.
Við höfum ákveðið að halda eitthvað áfram með þemu og tilkynnum því hér með
að þema sumarþings mun verða "veður og veðurspár".
Eins og kom fram í upphafi þings, og einnig á aðalfundi sem haldinn var í
beinu framhaldi af þinginu, þá hefur ný vefsíða Veðurfræðifélagsins verið
opnuð á: "http:/vedur.org" <http://www.vedur.org/>. Á vefsíðunni er að
finna tilkynningar og almennar upplýsingar um félagið, auk upplýsinga um
fyrri þing, útdrætti erinda og í mörgum tilfellum erindin sjálf. Á síðunni
er jafnframt veðurorðalisti á ensku og íslensku.
Við hvetjum félagsmenn til að líta á nýja vefsíðu félagsins: "
http://vedur.org". Við tökum gjarnan við öllum tillögum að lagfæringum og
viðbótum við síðuna.
Bestu kveðjur,
Guðrún Nína, Hálfdán og Teddi
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/folda/attachments/20100219/98632b5a/attachment.html
More information about the Folda
mailing list