[Folda] Áhugavert erindi á vegum HÍN - Áhrif mannsins á kolefnishringrásina á Jörðinni

Ester Yr Jonsdottir ester at fsu.is
Wed Feb 17 15:36:39 GMT 2010


Góðan dag,

Ég vek athygli á áhugaverðu fræðsluerindi á vegum Hins íslenska
náttúrufræðifélags.

*„**Áhrif mannsins á kolefnishringrásina á Jörðinni.**“*
Dr. Sigurður Reynir Gíslason, jarðefnafræðingur við Jarðvísindastofnun
Háskólans, heldur erindi á vegum Hins íslenska náttúrufræðifélags.  Erindið
verður flutt *mánudaginn 22. febrúar kl. 17:15 í stofu 132 í Öskju*,
Náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands.  Aðgangur er öllum heilmill og ókeypis.

Vinsamlega áframsendið á ykkar fólk og komið málinu á framfæri.

*Ágrip *af erindi dr. Sigurðar Reynis Gíslasonar, jarðefnafræðings við
Jarðvísindastofnun
Háskólans.
Flest efni í manninum eru ættuð úr bergi. Vatnið sem við drekkum og kolefnið
sem við borðum daglega og öndum síðar frá okkur hafa einhvern tíma verið
föst í bergi en síðan borist þaðan í geyma lífs og lofts. Efnin ferðast úr
einum geymi í annan en dvelja mislengi í hverjum þeirra. Dvalartíminn í
bergi og sjó er langur en stuttur í lífverum og andrúmslofti. Þörf mannsins
fyrir orku og næringu er orðin það mikil að hann hefur þegar haft áhrif á
hringrás nokkurra efna á Jörðinni með ófyrirséðum afleiðingum. Kolefni er
eitt þessara efna.
Tilgangur þessara erindis er að lýsa áhrifum mannsins á kolefnishringrásina
allt frá iðnbyltingu til ársins 2008. Helstu ráðagerðum mannsins til þess að
binda koltvíoxíð úr andrúmslofti er lýst og þar með talin áform um að binda
kolefni í bergi við Hellisheiðarvirkjun (carbfix.com).

Sjá nánar í viðhengi og á vef HÍN (http://www.hin.is/)

Fyrir hönd stjórnar HÍN,
Ester Ýr, umsjónarmaður fræðsluerinda
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/folda/attachments/20100217/d5127725/attachment-0001.html 
-------------- next part --------------
A non-text attachment was scrubbed...
Name: SRG 22.02.2010.pdf
Type: application/pdf
Size: 64323 bytes
Desc: not available
Url : http://listar.hi.is/pipermail/folda/attachments/20100217/d5127725/attachment-0001.pdf 


More information about the Folda mailing list