[Folda] Erindi á vegum HIN - Verndun og varðveisla íslenskra hraunh ella
Friðgeir Grímsson
fossil at hi.is
Wed Nov 19 16:14:01 GMT 2008
Ágæti viðtakandi
Mánudaginn 24. nóvember kl. 17:15 verður haldið þriðja fræðsluerindi
vetrarins. Erindið verður haldið í stofu 132, í Öskju, Háskóla Íslands.
Verndun og varðveisla íslenskra hraunhella
Árni B. Stefánsson flytur erindi um hella Íslands. Árni hefur haft áhuga á
hraunhellum frá barnæsku og leitaði m.a. kerfisbundið að þeim í fjölmörg
ár. Hann hefur birt allmargar greinar um hraunhella, haldið um þá erindi
hérlendis og erlendis og beitt sér fyrir verndun þeirra og varðveislu.
Myndanir hraunhella eru tiltölulega ferskar og iðulega afar brothættar.
Þær brotna við minnstu snertingu, oft er erfitt að sjá þær, fólk rekur sig
í þær og margar þeirra hafa orðið söfnunargirni að bráð. Heimsóknir manna
hafa því iðulega neikvæð áhrif á viðkvæmt umhverfi hraunhellanna. Alþekkt
er að flestir þekktustu hraunhellar landsins hafa orðið fyrir
stórkostlegum skaða af mannavöldum.
Í erindinu verður rætt um mikilvægi hófsemi og varkárni við umfjöllun um
hella áður en verndun viðkvæmra myndana hefur verið tryggð. Minnst verður
á skýrslur tveggja breskra rannsóknarhópa frá 2002 og 2005 þar sem hnit
fjölmargra hraunhella eru gefin upp.
Þá kynnir Árni niðurstöður athugana sinna á skaða af mannavöldum á þremur
völdum hellum, Vatnshelli, Borgarhelli og Leiðarenda.
(ágrip í fullri lengd og myndir má nálgast á heimasíðu félagsin; www.hin.is)
Þessi tilkynning er send starfsmönnum helstu stofnana og fyrirtækja sem
fást við rannsóknir á náttúru Íslands.
Vonum að sem flestir mæti.
Fyrir hönd Hins íslenska náttúrufræðifélags
Friðgeir Grímsson, fræðslufulltrúi HÍN
More information about the Folda
mailing list