[Folda] sameining nemendafélaga

Björn Oddsson bjornod at hi.is
Thu Apr 3 16:49:13 GMT 2008


Sæl

Þar sem ég get ekki þátt í bjórdrykkjunni góðu, þá vil ég leggjast
algjörlega gegn því að nemendafélög framhaldsnema og grunnnema verði sett
undir einn hatt.

Þau starfa algjörlega að mismunandi markmiðum og í raun afskaplega fá
markmið sem félögin geta stefnt að.  Folda er og á að vera mun faglegra
nemendafélag heldur en fjallið og aðalmarkmið félagsins var að sameina
framhaldsnema í jarðvísindum sem sitja víða um stofnanir á Íslandi og
erlendis.  Það hefur ekki alveg virkað sem skyldi og legg ég til að ný
stjórn Foldu leggi sig frekar fram í þeim málum, heldur en að gera félagið
enn tengdara þeim sem stunda nám í Öskju og hafa áhuga á að drekka bjór.

Hins vegar er sjálfsagt að félögin starfi saman og bakki hvort annað upp
þar sem á við.

kv.

Björn Oddsson


>
> Komi þið sæl, [English below]
>
> Ný stjórn Foldu hefur tekið við störfum og mun fyrsta embættisverk hennar
> vera að halda partí n.k. föstudag.  Folda mun bjóða nemendum í grunnnámi
> að vera með og halda fyrir þá smá kynningu á störfum nokkurra
> framhaldsnema hér við stofnunina ásamt því að kynna stofnuna sjálfa.
> Tilgangurinn að efla tengsl og samvinnu jarðvísindanema á öllum stigum
> námsins. Einnig að hvetja nemendur í grunnnámi til að taka þátt í
> félagsstarfi og atburðum á vegum Foldu sem og ráðstefnum og öðru sem
> tengist jarðvísindum. Boðið verður upp á fljótandi veitingar ásamt öðrum
> veitingum sem eru í boði jarðfræðiskorar. Mikilvægt  er að sem flestir
> mæti til að tilgangi samkomunar sé náð.
>
> Ef svo ólíklega vill til að fríu veitingarnar klárist mun bjór verða
> seldur á mjög hagstæðu verði.
>
> Mæting er í Öskju kl: 20.00 á föstudaginn.
>
> Kveðja,
> Stjórn Foldu.
>
> P.s Einnig verða óformlegar umræður yfir bjórdrykkju hvort eigi að
> endurskoða fyrirkomulag núverandi nemendafélaga og stofna nýtt félag
> stúdenta undir hinni nýju Jarðvísindaskor. Þar sem jarðvísindanemendur á
> öllum stigum námsins ásamt stúdentum í námsbrautinni „Jarðvísindi fyrir
> erlenda stúdenta“ munu standa að.
>
> --------
>
> Hello everyone,
>
> The new administration of Folda has taken office and the first assignment
> is to throw a party next Friday. Folda will invite the undergraduate
> students in geology to join us. The idea is to introduce them to what
> projects a few of us are working on and give them a short presentation of
> the Institution of Earth Sciences. The goal is to extend fellowship and
> collaboration between us in earth sciences and also to encourage them to
> participate in Folda’s events. Folda will offer free beer and The
> Department of Earth Sciences will offer some light snacks.
>
> If the free beer will dry up, you can buy some more offered in a good
> price.
>
> The meeting will start at 20:00 in Askja next Friday.
>
> Regards,
> The Board of Folda.
>
> P.s. Some informal discussions will be held during the beer drinking about
> the merge of Folda and undergraduate geosciences students to form a new
> student association under the new Department of Earth Science, with
> participation of the "Earth science for foreign students" program.
>
>
> _______________________________________________
> Folda mailing list
> Folda at listar.hi.is
> http://listar.hi.is/mailman/listinfo/folda
>


-- 
Með kveðju,

Björn Oddsson
Physikalisch Vulkanologisches Labor
Institut für Geologie
Pleicherwall 1
D-97070 Würzburg
Germany

Sími:00 354 869 3432



More information about the Folda mailing list