[Folda] árshátíð Jöklarannsóknafélagsins
Hrafnhildur Hannesdóttir
hrafnha at hi.is
Mon Nov 5 14:56:36 GMT 2007
til framhaldsnemenda í jarðvísindum:
Árshátíð Jöklarannsóknafélagsins verður haldin með pompi og pragt
laugardaginn 10. nóvember 2007. Fordrykkur er í boði R. Sigmundssonar og
hefst hann kl.18:00 að Klettagörðum 25 í Reykjavík. Að því loknu verður
haldið með rútum á vit gleði og glaums á ótilgreindum stað. Matur, dans
og stanslaust fjör fram á rauða nótt.
Árshátíðarmiðinn kostar 5.500 krónur. Mikilvægt að kaupa miða fyrir
fimmtudaginn 8. nóvember. Hægt er að nálgast miða hjá:
Hrafnhildi Hannesdóttur (849-7824)
Finni Pálssyni, Jarðvísindastofnun (525-4936)
Árshátíðir félagsins eru rómaðar fyrir mikið stuð og skemmtilegar
uppákomur!
tryggið ykkur miða,
Hrafnhildur
More information about the Folda
mailing list