[Folda] Viltu kenna jarðfræði á fyrsta ári í háskóla?
Ívar Örn Benediktsson
iob2 at hi.is
Thu Jun 28 15:16:34 GMT 2007
Kæru félagar,
Hefur einhver ykkar áhuga á að kenna jarðfræði á fyrsta ári í háskóla? Laus
er staða stundakennara í jarðfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands á
Hvanneyri. Um er að ræða 3 eininga grunnnámskeið í almennri jarðfræði.
Nemendur í námskeiðinu eru á fyrsta ári í Náttúru- og umhverfisfræði og í
Umhverfisskipulagi. Eins og nafnið gefur til kynna fjallar námskeiðið um
grunnþætti jarðfræðinnar og svipar mjög til Jarðfræði 2A hér við HÍ með smá
blöndu úr 1A. Áherslan er á helstu bergtegundir, jarðmyndanir, landform og
ferli. Lýsingu á námskeiðinu má sjá hér:
http://landbunadur.is/landbunadur/wglbhi.nsf/key2/hhjn6ndkmt.html.
Námskeiðið stendur í 7 vikur á síðari haustönn (í LBHÍ er fjögurra anna
kerfi), þ.e. 22/10 - 6/12. Kennt er tvo daga í viku, 3-4 kennslustundir í
senn. Að auki er ein dagsferð um Borgarfjörð eða nágrenni til að skoða
jarðfræði. Hægt er að aka með bíl LBHÍ frá Keldnaholti (Rvk) að morgni og
til baka síðar um daginn. Boðið er upp á góða vinnuaðstöðu á Hvanneyri fyrir
stundakennara sem þess þurfa.
LBHÍ borgar mun betur fyrir stundakennslu en HÍ. Laun eru þ.a.l. ágæt. Fyrir
allt námskeiðið fást tæplega 500 þús. kr.
Ég hef sinnt þessari kennslu síðustu tvö ár en sé mér ekki fært að halda
áfram. Hef hins vegar haft mjög gaman af og lært geysilega mikið. Nemendur
hafa almennt verið góðir og áhugasamir. Ég get verið þeim innan handar sem
vill taka við, þ.e. í sambandi við fyrirlestra, próf o.þ.h. Þetta er góð og
skemmtileg reynsla fyrir hvern þann sem áhuga hefur á jarðfræði og vill
miðla þekkingu sinni til annarra.
Ef þið hafið áhuga, hafið þá endilega samband við mig í gegnum tölvupóst,
síma (525 4305 / 861 6224) eða kíkið við á skrifstofunni minni (153 neðstu
hæð Öskju).
Bestu kveðjur,
Ívar Örn
______________________________________
Ívar Örn Benediktsson, Cand. Scient. (MSc)
PhD student - Glacial geology and geomorphology
Institute of Earth Sciences, University of Iceland
Askja, Sturlugata 7, IS-101 Reykjavík
Phone: (+354) 525 4305
Mobile: (+354) 861 6224
Personal homepage: <http://www.hi.is/~iob2/> www.hi.is/~iob2/
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/folda/attachments/20070628/b18ff5e4/attachment.html
More information about the Folda
mailing list