[Folda] Heklusetur að Leirubakka og Nýsköðunnarsjóður námsmanna...

Gudni Kristinsson gudni at kaospilot.dk
Sun Feb 25 12:38:37 GMT 2007


( Þetta bréf var sent á skoraformenn í viðeigandi greinum. Einnig sent 
núna
til hagsmunafélaga nemenda. )


Komið sæl

Ég skrifa þetta bréf fyrir hönd Heklusetursins að Leirubakka í Landsveit
(www.leirubakki.is). Við erum að byggja upp Heklusetur í nýrri og 
glæsilegri
byggingu sem á að verða ein helsta fræðslu, menningar og 
ráðstefnumiðstöð
Suðurlands .

( sjá umfjöllun um Heklusetur á  http://leirubakki.is/hekluhof.asp?p=5 )

Í húsinu verður föst sýning um Heklu og orkumál á Íslandi, sýningarsalur
fyrir margvíslega listviðburði, og ráðstefnu- og veitingasalir fyrir 
allt að
150 manns. Verkefnið er langt komið og er stefnt að því að Þorgerður 
Katrín
Gunnarsdóttir menntamálaráðherra opni Heklusetrið formlega hinn  
21.apríl
n.k.

Ég skrifa þetta bréf  vegna tillögu sem ég hef fram að færa:

Við erum að leita að rannsóknarfólki til að starfa við Heklusetrið í 
sumar. Við
viljum bjóða fram aðstöðu okkur fyrir 2 nemedndur sem fá styrk frá 
Nýsköpunnarsjóði námsmanna.
Þannig getum við boðið fæði og húsnæði og einnig mótframlag fyrir aðra 
vinnu
sem námsmaðurinn mundi vinna á Heklusetrinu. Skilyrði fyrir því að við 
veitum aðstöðu er
að rannsóknarverkefnið tengist Heklu. Við viljum strax hefja vinnu við 
að rannsaka áhrif Heklu og
þannig byggja um fræðiefni og gott samstaf við háskólasamfélagið.

Þetta bréf er sent á skoraformenn í þeim skorum sem á við. Þau eru 
Bókmennta-og málvísindum,
Sagnfræð-og fornleifafræði, Bókasafn-og upplýsingarfræði, Mannfræði-og 
þjóðfræði, Uppeldis-og menntafræði
og Jarðfræði-og landafræði.


Ef þú hefur áhuga að heyra meira er hægt að hringja í síma 8471702 eða 
skrifaðu póst.

Við höfum stór áform og háleit markmið um að gera Heklusetrið að 
Leirubakka
að leiðandi afli í fræðslu og menningarmálum á svæðinu og landinu öllu 
um eldvirkni á
Íslandi og nýtingu jarðvarma, auk þess sem Heklusetrið verður fjölþætt
menningar- og fræðasetur á sviði sögu, þjóðmenningar og lista.

Með fyrirfram þökk
Guðni Kristinsson

Guðni Kristinsson, Verkefnisstjóri Hekluseturs / project manager
Einarsnes 44
101 Reykjavik
Iceland

Tel: +354-8471702
email: gudni at kaospilot.dk
skype: gudnikaos
msn: gudnikr at hotmail.com




More information about the Folda mailing list