[Folda] FW: Kynnið verkefni ykkar á rannsóknadögum SHÍ
Ívar Örn Benediktsson
iob2 at hi.is
Mon Nov 13 14:55:07 GMT 2006
Sæl öll (English below),
Nýlega barst tilkynning um Rannsóknadaga SHÍ sem fram fara 24. og 25. janúar
2007 (sjá skeytið hér fyrir neðan). Þar eru framhaldsnemar hvattir til að
kynna verkefni sín. Stjórn Foldu vill eindregið hvetja framhaldsnema í
jarðfræði, landfræði, ferðamálafræði og jarðeðlisfræði til að taka þátt í
rannsóknadögum SHÍ með því að kynna verkefni sín. Þannig sínum við í verki
öflugt framhaldsnám og áhugaverð verkefni sem unnið er að í þessum greinum.
Frekari upplýsingar má finna á http://rannsoknadagar.hi.is/.
Kveðja, f.h. stjórnar Foldu
Ívar Örn
--------
Dear all,
As you may know, the Student Council will arrange a "research days" in
January next year where MSc and PhD students are offered to present their
research project to a broad audience, with a seminar, poster or in a special
public newspaper on this subject. The Folda board encourages all MSc and PhD
students in geology, geography, tourism studies and geophysics to present
their projects on the reserach days. For further information, please go to
http://rannsoknadagar.hi.is/.
On behalf of the Folda board,
Ívar Örn
-----Original Message-----
From: Guðrún Valgerður Bóasdóttir [mailto:gvb at hi.is]
Sent: Thursday, November 09, 2006 1:55 PM
To: Guðrún Valgerður Bóasdóttir
Subject: [Tilkynning] Megum við kynna verkefnið þitt?
Megum við kynna verkefnið þitt?
Á Rannsóknadögum SHÍ þann 24. og 25. janúar 2007 viljum við kynna verkefni
framhaldsnema á veggspjöldum, ráðstefnum og í blaði sem verður gefið út að
því tilefni. Við fjármögnum einnig allt kynningarefni.
Veggspjöld og aðrar kynningar í byggingum munu standa alla vikuna í
ráðstefnubyggingum, en sex opnar ráðstefnur verða svo haldnar á
miðvikudeginum, 24.janúar. Á hverri ráðstefnu getum við leyft fjórum
nemendum að kynna sitt verkefni með fyrirlestri. Samtals 24 verkefni.
Við fjármögnum kynningarefnið
- Veggspjöld og annað tengt kynningu verkefna ykkar (ef þið eigið ekki
þannig nú þegar)
- 32 bls blað sem mun fjalla um hugmyndir og verkefni stúdenta. (12
verkefni komast í blaðið)
- Bækling fyrir hverja ráðstefnu.
- Plaköt fyrir hverja ráðstefnu
Hvað meira verður á ráðstefnunum?
- Hugmyndir stúdenta sem varða bætta aðstöðu framhaldsnema. Til dæmis
nýsköpunar- og frumkvöðlasetur sem er í vinnslu þessa daga.
- Kynna hugmyndir og hugsjónir deilda um framtíðar Háskóla Íslands. T.d.
hvernig ætlum við að skipta niður deildum? Stefnur deilda sem tengjast
markmiðinu að koma HÍ upp í topp 100? Tengsl við atvinnulíf og stofnanir?
- Einnig sækjum við til fyrirtækja og stjórnmálamanna til að fá þá til
að
heimsækja og ávarpa ráðsefnurnar.
Deildirnar skiptast niður í eftirfarandi hópa:
Ráðstefna 1: Tannlæknadeild + Læknadeild + Hjúkrunarfræðideild +
Lyfjafræðideild Ráðstefna 2: Félagsvísindadeild Ráðstefna 3: Viðskipta- og
Hagfræðideild + Lagadeild Ráðstefna 4: Raunvísindadeild Ráðstefna 5:
Verkfræðideild Ráðstefna 6: Hugvísindadeild + Guðfræðideild
Staðsetningar á ráðstefnum eru ekki 100% staðfestar.
Við vonum að sem flestir sýna þessu áhuga og að við fáum að kynna verkefni
þitt. Bæði lokaverkefni frá brautaskráningum í fyrra, þessu ári og ókláruð
verkefni koma til greina.
Heimasíða: http://rannsoknadagar.hi.is/
--
Með bestu kveðju,
Starfshópur Rannsóknadaga SHÍ 2007
-----------------------------------------------------
Skilaboð þessi voru send úr tilkynningarkerfi Uglu.
Hópar sem fá þetta skeyti:
Framhaldsnemendur
-----------------------------------------------------
More information about the Folda
mailing list