[Folda] Tvö málþing nú um helgina; Íslensk raunvísindi og Eldmessan
Guðrún Eva Jóhannsdóttir
gudrunb at hi.is
Sat Apr 1 10:35:08 GMT 2006
Ég vil vekja athygli á að tvö spennandi málþing verða haldin um helgina.
1. apríl, í Þjóðarbókhlöðu: Íslensk raunvísindi á upplýsingaöld og
2. apríl í Öskju: Eldmessan: Málþing um séra Jón Steingrímsson og
Skaftárelda (sjá upplýsingar hér að neðan)
kveðja, Guðrún
----------------------------------------------------------------------
Íslensk raunvísindi
á upplýsingaröld
Félag um átjándu aldar fræði
heldur málþing í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðu á 2. hæð
laugardaginn 1. apríl nk.
Hefst það kl. 13.30 og lýkur um kl. 16.30.
Flutt verða fjögur erindi sem hér segir:
Magnús Stephensen og rafkrafturinn
Einar H. Guðmundsson, prófessor í stjarneðlisfræði
Náttúrufræðingurinn Eggert Ólafsson
Sigurður Steinþórsson, prófessor í jarðfræði
KAFFIHLÉ
Greinilig Vegleidsla til Talnalistarinnar
kennslubók í reikningi frá 1780 eftir Ólaf Olavius
Kristín Bjarnadóttir, lektor í stærðfræðimenntun
Samtímaheimildir um Skaftárelda.
Yfirlit yfir framlag Jóns Steingrímssonar,
Sæmundar Hólm og Magnúsar Stephensen
Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur,
kennari við Edinborgarháskóla
Flutningur hvers erindis tekur um 20 mínútur.
Um 10 mínútur gefast til fyrirspurna og umræðna að loknu hverju erindi.
Fundarstjóri verður Ingi Sigurðsson, prófessor í sagnfræði.
Útdrættir úr erindum liggja frammi á málþinginu. Þeir verða síðar
aðgengilegir á heimasíðu félagsins: www.akademia.is/18.oldin
Veitingar verða fáanlegar í veitingastofu Þjóðarbókhlöðu á 2. hæð.
-----------------------------------------------------------------------
Eldmessa:
Málþing um séra Jón Steingrímsson og Skaftárelda
Öskju, Sturlugötu 7, 101 Reykjavík
Sunnudag 2. apríl 2006, kl. 13-17.
Að málþinginu standa:
Kirkjubæjarstofa, Guðfræðistofnun,
Jarðvísindastofnun og Sagnfræðistofnun
Háskólans ásamt Vísindafélagi Íslendinga.
Dagskrá:
13:00 13:15 Jón Helgason: Setningarávarp.
13:15 13:45 Einar Sigurbjörnsson: Séra Jón Steingrímsson, hirðir í neyð.
13:45 14:15 Þorvaldur Þórðarson: Framvinda Skaftárelda og hnattræn áhrif
þeirra.
14:15 14:45 Sigurður Steinþórsson: Lýsingar Jóns Steingrímssonar á
Skaftáreldum í ljósi samtíma- og síðari þekkingar.
14:45 15:05. Hlé.
15:05 15:15 Bréf séra Jóns Jónssonar um Skaptáreldinn 1783. Gunnar Þór
Jónsson les.
15:15 15:45 Guðmundur Hálfdánarson: Mannfall í móðuharðindum.
15:45 16:15 Sveinbjörn Rafnsson: Viðbrögð stjórnvalda á Íslandi og í
Danmörku við Skaftáreldum.
16:15 16:30 Örn Bjarnason: Jón Steingrímsson: Líkn og lækningar.
16:30 17:00 Umræður
More information about the Folda
mailing list