[English] Geitin eftir Edward Albee
Magga Rún
maggarun at borgarleikhus.is
Wed Oct 6 16:03:21 BST 2004
Ágæti viðtakandi,
Þann 26. september frumsýndum við á Nýja sviði Borgarleikhússins Geitina-eða Hver er Sylvía? eftir Edward Albee í leikstjórn Maríu Reyndal.
Verkið fjallar um vel stæðan arkitekt á hátindi ferils síns sem hefur verið hamingjusamlega giftur í 22 ár, þegar hann hittir Sylvíu. Hún er miklu yngri en hann. Hún dáleiðir hann með ómótstæðilegum augum sínum, sakleysi og fegurð. Hann ætlar ekki að láta til leiðast, en ræður ekki við sig. Við því er ekkert að gera. Þetta er ástin. Edward Albee hlaut Tony verðlaunin amerísku fyrir Geitina árið 2001.
Sýningin hefur fengið afar lofsamlega dóma. Í DV segir Páll Baldvin Baldvinsson m.a. "Það er skemmst frá því að segja að sýning Leikfélagsins á Geitinni er ljómandi vel heppnuð." Valgeir Skagfjörð segir m.a. í gagnrýni sinni í Fréttablaðinu " Sigrún Edda (Stevie) fer mikinn í sýningunni. Hún er stórbrotin leikkona sem unun er á að horfa." Þórey Friðbjörnsdóttir segir m.a. í gagnrýni sinni í Kistunni "Í meðförum Eggerts verður persóna arkitektsins svo skondin en jafnframt svo brjóstumkennanleg að þótt hana skorti alla siðferðiskennd og sé orðin fórnarlamb fáránleikans þá framkallar hún samúð áhorfandans sem honum er jafnvel þvert um geð að veita. Það kalla ég gott..." "Það hefur löngum verið sagt að kómíkin geri okkur kleift að lifa af hið tragíska í lífinu og sennilega er það mikill sannleikur. Þau sannindi koma glöggt fram í Geitinni þegar persónur skella iðulega upp úr í miðri harmrænunni. Og það er vísast líka þetta lögmál sem veldur því að maður keyrir kátur og skælbrosandi heim af leiksýningu um þverrandi siðferðisvitund og hið fáránlega í eðli mannskins."
Leikarar: Eggert Þorleifsson, Sigrún Edda Björnsdóttir, Þór Tulinius og Hilmar Guðjónsson. Lýsing: Lárus Björnsson. Hlóðmynd: Úlfur Eldjárn. Búningar og leikmynd: Sigurjón Jóhannsson. Þýðing: Ingunn Ásdísardóttir.
Næstu sýningar verða: 8/10, 10/10, 14/10, 15/10, 22/10, 24/10.
Sýningin byrjar kl. 20.00.
Fullt miðaverð kr. 2.700.
Verð fyrir nemendur kr. 2.000.
Kennarar fá frítt þegar þeir koma með hóp.
Miðapantanir og upplýsingar veittar hjá undirritaðri.
Með leikhúskveðju,
Margrét Rún Guðmundsdóttir
Sölufulltrúi Leikfélags Reykjavíkur-Borgarleikhúsi.
Sími: 590-8820/822-0707
maggarun at borgarleikhus.is
www.borgarleikhus.is <http://www.borgarleikhus.is/>
-------------- next part --------------
An HTML attachment was scrubbed...
URL: http://listar.hi.is/pipermail/english/attachments/20041006/9ad4decb/attachment.html
More information about the English
mailing list