[Arminius] Árshátíð

arminius at listar.hi.is arminius at listar.hi.is
Thu Mar 3 10:55:30 GMT 2005


Heil og sæl, 

heyrst hefur að hugvísindadeild muni halda árshátíð sína nk. föstudag,
eða annað kvöld. Árshátíðin verður haldin á Þjóðleikhúskjallaranum og
DJ AMMA verður að spila og byrja þær um 12 leitið og verða eitthvað
fram eftir nóttu. Einhver dúndurtilboð verða á barnum og munu 8 skor
innan deildarinnar vera með, lítur sem sagt allt út fyrir að þetta
verði skemmtilegt kvöld. Fyrirvarinn er auðvitað mjög stuttur, en það
virðist vera nokkur áhugi fyrir hendi hjá okkar fólki að vera með.
Stungið hefur verið upp á að fara létt út að borða, eins og á Ítalíu,
Caruso eða annan sígildan stað og svo að skunda í
Þjóðleikhúskjallarann og skemmta sér fram eftir með öllum hinum í
hugvísindadeild. Takið kvöldið frá og fylgist með tölvupóstinum, því
frekari upplýsingar munu verða sendar - í síðasta lagi í kvöld! Ef eru
einhverjar sérstakar óskir eða hugmyndir um annan veitingastað þá
sendið póst ekki síðar en núna ;)

Kv. Bryndís



More information about the Arminius mailing list